Handbolti

Wilbek: Ég bara trúi þessu ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins.
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins. Nordic Photos / AFP
Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var nánast orðlaus eftir tap sinna manna fyrir Pólverjum á EM í handbolta í gær.

Danmörk varð í öðru sæti á HM í Svíþjóð í fyrra eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í framlengdum úrslitaleik. En nú rétt skriðu þeir inn í milliriðlakeppnina og hefja þar leik leik með núll stig.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Wilbek. „Við áttum að vinna leikinn og vorum á góðri leið með að gera einmitt það. Ég skil þetta einfaldlega ekki."

„Voru þetta taugarnar? Það má vel vera. Þetta var bara furðulegt því við vorum 4-5 mörkum yfir í leiknum."

Lars Christiansen, hornamaðurinn þaulreyndi, átti erfitt með að finna réttu orðin eftir leikinn. „Það gerist ekki oft að ég verð orðlaus. En ég er bara í sjokki vegna þessa," sagði hann. „Leikirnir gegn Serbíu og Póllandi sýna báðir að við þurfum að vera með á nótunum allt til enda. Ef ekki, þá töpum við. Við vorum ekki nógu góðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×