Handbolti

Oddur tekinn inn í landsliðshópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oddur er hér fyrir miðri mynd ásamt Ólafi Guðmundssyni og Ólafi Bjarka Ragnarssyni.
Oddur er hér fyrir miðri mynd ásamt Ólafi Guðmundssyni og Ólafi Bjarka Ragnarssyni. Mynd/Vilhelm
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að velja Odd Gretarsson, hornamann úr liði Akureyrar, sem sextánda mann inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Slóveníu í dag.

Guðmundur hefur haldið einu sæti lausu í landsliðshópnum og þeir Oddur, Rúnar Kárason og markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið fyrir utan hóp.

Hinn vinstri hornamaðurinn í íslenska landsliðinu, Guðjón Valur Sigurðsson, hefur spilað hverja einustu sekúndu í leikjunum tveimur til þessa og gæti því mögulega fengið einhverja hvíld í kvöld.

Guðmundur má svo gera tvær breytingar á íslenska landsliðshópnum áður en milliriðlakeppnin hefst, ef Íslands kemst þangað.

Ísland mætir Slóveníu klukkan 17.10 í kvöld og dugar jafntefli til að komast áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Leiknum verður vitanlega lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×