Handbolti

Bogdan Wenta skallaði boltann á lokasekúndunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfari pólska landsliðsins, Bogdan Wenta, reitti kollega sinn hjá danska landsliðinu, Ulrik Wilbek, til reiði með því að skalla boltann frá varamannabekk Pólverja á lokamínútu leiksins.

Aðeins tólf sekúndur voru eftir og Pólverjar með unninn leik í höndunum. Engu að síður telst hegðun Wente ódrengileg og var Wilbek afar ósáttur við hann eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan.

Dómarar leiksins, Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson, stöðvuðu þó leiktímann og því kom þetta ekki að sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×