Handbolti

Sjónvarpsmaður TV 2: Enginn vafi að Slóvenar gáfu Íslandi þessi mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Norðmenn voru allt annað en hressir með lokakaflann í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í Serbíu en íslensku strákarnir skoruðu tvö síðustu mörk leiksins án mikillar mótstöðu hjá slóvenska liðinu.

Slóvenar máttu ekki vinna með meira en þremur mörkum því þá hefðu þeir ekki farið í milliriðilinn með stigin á móti Íslandi fari svo að Norðmenn nái ekki stigi á móti Króatíu á eftir.

Harald Bredeli, lýsti leiknum á TV2 og talaði um það strax að það væri enginn vafi í hans huga um það að Slóvenar hefðu gefið íslenska liðinu tvö síðustu mörkin í leiknum.

Það vakti líka athygli að Slóvenar settu handklæði yfir míkrófóninn þegar þeir tóku leikhlé skömmu fyrir leikslok. Þeir virðast hafa ætlað að koma í veg fyrir að heimurinn heyrði að þeir ætluðu að leyfa íslenska liðinu að minnka muninn.

„Þeir gáfu Íslendingunum þetta. Það er engin spurning. Þetta er mjög óíþróttamannsleg frammistaða. Ég vona að norska liðið fái aukakraft á móti Króatíu eftir að hafa horft upp á þetta," sagði Frode Scheie handboltasérfræðingur á TV2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×