Handbolti

Slóvenar unnu Ungverja og hjálpuðu Króötum inn í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Spánn og Króatía eru komin áfram í undanúrslitin þrátt fyrir að ein umferð sé eftir að milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. Slóvenar unnu tveggja marka sigur á Ungverjum í kvöld, 32-30, og þar með getur ekkert lið endar ofar en Spánn og Króatía í milliriðli Íslands.

Sigur Slóvena var nokkuð öruggur en Ungverjar náðu að minnka muninn í lokin og halda smá spennu í leiknum. Það munaði þó mestu um það að markverðir ungverska liðsins náðu aðeins að verja 4 skot allan leikinn.

Dragan Gajic skoraði þrettán mörk fyrir Slóvena og Jure Dolenec var með fimm mörk. Gorazd Skof varði vel í marki Slóvena. Barna Putics var markahæstur hjá Ungverjum með 7 mörk en Gábor Császár skoraði 5 mörk.

Slóvenar tóku frumkvæðið í upphafi leiks, komust í 6-3, 10-7 og 12-9, og virtust vera með leikinn í öruggum höndum. Ungverjar átti hinsvegar góðan endasprett í hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark, 14-13, fyrir hálfleik.

Slóvenar byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og náði sex marka forskoti, 20-14, eftir tæpar átta mínútur eftir að hafa skorað fimm mörk í röð.

Ungverjar gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í eitt mark, 27-26, þegar ellefu mínútur voru eftir, með því að vinna þriggja mínútna kafla 4-1. Slóvenar misstu hinsvegar aldrei forystuna og tryggðu sér flottan sigur.

Slóvenar eru með 4 stig og geta því náð Króötum að stigum en þeir verða alltaf neðar af því að Króatar unnu innbyrðisviðureign liðanna í riðlakeppninni.



Úrslit, dagskrá og staðan í öllum riðlum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×