Handbolti

Norðmenn stóðu í sterkum Frökkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nikola Karabatic í leik gegn Norðmönnum.
Nikola Karabatic í leik gegn Norðmönnum. Nordic Photos / AFP
Frakkland og Noregur léku æfingaleik í Bercy-höllinni í París í kvöld og höfðu heimamenn betur, 28-24.

Þessi lið mættust á sama stað í fyrrakvöld og höfðu þá Frakkar auðveldan sigur. Annað var upp á teningnum í kvöld en Norðmenn náðu 9-5 foryust í fyrri hálfleik.

Staðan í hálfleik var 13-13 en Frakkar voru með undirtökin í seinni hálfleik og kláruðu leikinn.

Norðmenn eru með Íslendingum í riðli á EM í Serbíu og mæta Slóvenum á mánudaginn. Ísland mætir þá Króatíu.

„Við megum vera stoltir af þessum úrslitum. Við spiluðum á köflum mjög góðan handbolta og töpuðum bara með fjórum mörkum," sagði markvörðurinn Ole Erevik við norska fjölmiðla eftir leikinn.

Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og stefna á að verja Evrópumeistaratitilinn í Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×