Handbolti

EM í Serbíu: Þrír leikir í beinni á dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Vodafone mun senda út tvær sjónvarpsrásir á meðan EM í Serbíu og sýna að jafnaði þrjá leiki á hverjum degi í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá. Þetta var tilkynnt í dag.

Vodafone dreifir sjónvarpsefni í gegnum ADSL-internet, ljósleiðara og Digital Ísland. Þó mun Sjónvarp Símans einnig dreifa merkinu í gegnum sitt kerfi.

Rásirnar sem um ræðir heita Vodafone EM og Vodafone EM HD en sú síðarnefnda mun senda út leikina í háskerpu. Um viðbót er að ræða við þá þjónustu sem Rúv veitir á meðan keppninni stendur.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu sem barst frá HSÍ í kvöld:

„Vodafone sendir út tvær sjónvarpsrásir í tengslum við Evrópumótið í handbolta. Þær heita Vodafone EM og Vodafone EM HD.

Að jafnaði verða sendir út þrír handboltaleikir á dag í opinni dagskrá. Vodafone EM er aðgengileg á rás 97 hjá þeim sem eru með Vodafone Sjónvarp um ADSL, ljósleiðara eða örbylgju en einnig er send út dagskrá í háskerpu á rás 96 hjá þeim sem geta náð slíkum útsendingum.

Sjónvarp Símans sendir Vodafone EM rásina einnig út, á rás 224 hjá viðskiptavinum Símans sem eru með Sjónvarp Símans. Dagskrá hennar er einnig send út í háskerpu á rás 223. Til þess að fá inn rásirnar þarf að endurræsa myndlykil Sjónvarps Símans.

Þeir sem vilja ná stöðinni á örbylgju þurfa að framkvæma (sjálfvirka) leit.

Þeir sem vilja ná háskerpustöðvunum í gegnum örbylgjuna gera það með því að ná sér í svokallað CAM kort, sjá hér.

IPTV (adsl) og ljósleiðara-viðskiptavinir þurfa ekkert að gera. Söðvarnar birtast í yfirlitinu sjálfkrafa.

Örbylgjusendingar Vodafone ná um allt höfuðborgarsvæðið, upp á Akranes og yfir til Reykjanesbæjar.

Útsendingarnar ná til yfir 90% heimila í landinu í gegnum kerfi símafélaganna með IPTV (adsl) sjónvarpi, digital Ísland og örbylgju.

Sjá nánar:

http://www.vodafone.is/blog/2012/01/handboltinn-er-a-vodafone-em/

http://blog.siminn.is/

Starfsmenn þjónustuvera símafélaganna leiðbeina viðskiptavinum sínum um hvernig best er að ná útsendingunum.

Vodafone 1414

Síminn 800 7000"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×