Handbolti

Tvedten ætlar ekki að endurtaka undravítið á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndband með vítakasti Norðmannsins Håvardt Tvedten í æfingaleik gegn Noregi á dögunum hefur slegið í gegn á Youtube.

Myndbandið má sjá hér fyrir ofan en Tvedten sýndi glæsilega takta þegar hann laumaði boltanum fram hjá egypska markverðinum með ótrúlegu skoti.

Hann ætlar þó ekki að endurtaka leikinn á EM en Noregur mætir Slóveníu á HM klukkan 17.10 í dag. Liðin eru með Íslandi og Króatíu í riðli en þau mætast klukkan 19.10.

„Nei, það eru allavega ekki miklar líkur á því," sagði Tvedten við norska fjölmiðla. „Þetta hefur vakið mikla athygli og ég hef fengið símtöl hvaðanæva úr heiminum."

Myndbandið hefur verið skoðað gríðarlega mikið eða í um eina og hálfa milljón skipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×