Handbolti

Guðjón Valur: Mér fannst við spila vel

Guðjón Valur í kröppum dansi í kvöld.
Guðjón Valur í kröppum dansi í kvöld. mynd/vilhelm
"Þetta er grátlegt. Þar sem mér finnst við vera að spila mjög vel er þetta enn meira svekkjandi en ella. Við stóðum vel í vörn en þeir eru góðir og tekst oft að koma ótrúlegum skotum á markið. Þetta er samt súrt því mér fannst við spila góðan leik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skilaði sínu eins og venjulega.

"Það er ekki hægt að taka út eitt atriði og segja að við hefðum átt í verulegum vandræðum með það. Það var ekki þannig í kvöld. Þeir náðu að stilla okkur upp, draga okkur aðeins frá og setja upp fyrir sína sterku menn. Það er ekki hægt að einblína á einn leikmann í þessu liði því þeir eru með svo marga góða leikmenn.

"Samt plús á okkur fyrir baráttuna og leikinn. Mér leið mjög vel með hann hjá okkur og það er því asnalegt að standa hérna í leikslok og vera ekki með neitt í höndunum," sagði Guðjón Valur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×