Handbolti

Króatarnir enn ósigraðir - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska handboltalandsliðið tapaði 29-31 á móti Króatíu í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Íslenska liðið átti fínan leik en gaf eftir á lokakaflanum og Króatar tryggðu sér sigur þrátt fyrir að vera aðeins yfir í 5 mínútur og 11 sekúndur í leiknum.

Strákarnir skoruðu ekki í rúmar fimm mínútur á lokakafla leiksins og á meðan breyttu Króatar stöðunni úr 28-27 fyrir Ísland í 28-31 fyrir Króatíu.

Íslenska landsliðið hefur aldrei náð að vinna Króata á stórmóti en hefur sjaldan verið nærri því en í gær. Króatar hafa nú unnið fjóra leiki og einn leikurinn endaði með jafntefli.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Króatíu í Vrsac í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×