Handbolti

Lackovic: Við spiluðum illa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blaženko Lackovic í leiknum í gær.
Blaženko Lackovic í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP
Skyttan Blaženko Lackovic reyndist íslenska liðinu erfiður í gær en hann segir að þrátt fyrir sigur hafi Króatía ekki spilað vel í gær.

„Þetta var mjög erfiður leikur og ekki fallegur á að horfa. Það var lítið um fallegt spil og ástæðan er hversu mikilvægur leikur þetta var," sagði Lackovic á blaðamannafundi eftir leikinn í gær.

„Kannski var það gott að við spiluðum ekki nógu vel því nú getum við nýtt tækifærið og lært af mistökum okkar."

Lackovic átti gríðarlega góðan leik í gær og skoraði alls fimm mörk úr aðeins sjö skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×