Handbolti

Lykilmaður í norska landsliðinu í banni gegn Íslandi

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Jensen reynir hér að verjast Slóvenanum David Spiler í gær.
Jensen reynir hér að verjast Slóvenanum David Spiler í gær. Nordic Photos / AFP
Aganefnd EHF, Handknattleikssambands Evrópu, hefur staðfest að Norðmaðurinn Johnny Jensen verður í banni þegar að Noregur mætir Íslandi á EM í Serbíu á morgun.

Jensen fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik þegar að Noregur hafði betur gegn Slóveníu í gær. Hann var að verjast Slóvenanum Uros Zorman en sló hann í hálsinn sem er vitanlega brottrekstrarsök.

Aganefndin kom saman í morgun og staðfesti leikbannið. Norðmenn hafa þó frest til klukkan 19 í kvöld til að áfrýja úrskurðinum.

Ísland og Noregur mætast í mikilvægum leik klukkan 19.10 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×