Handbolti

Slóvenar sektaðir um þúsund evrur á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Slóveníu og Noregs í gær.
Úr leik Slóveníu og Noregs í gær. Mynd/Vilhelm
Evrópska handknattleikssambandið sektaði í morgun handknattleikssamband Slóveníu vegna framgangs landsliðsins eftir leikinn gegn Noregi í gær.

Slóvenar voru afar ósáttir við dómgæsluna í leiknum og neituðu að taka þátt í hefðbundinni verðlaunaathöfn eftir leikinn.

Leikmenn og starfsmenn norska liðsins voru ekki ánægðir með framkomuna og fórnuðu höndum í hneykslan.

Það tók nokkuð langan tíma að fá markvörð slóvenska liðsins út á keppnisgólf til að taka við sinni viðurkenningu sem besti leikmaður síns liðs í leiknum en það hafðist þó að lokum.

En forráðamenn keppninnar voru ekki sáttir við framferði slóvenska liðsins og beittu því þessu úrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×