Handbolti

Erlend Mamelund er litblindur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mamelund í leiknum í gær.
Mamelund í leiknum í gær. Mynd/Vilhelm
Einn öflugasti leikmaður norska landsliðsins í handbolta hefur náð fínum árangri í íþróttinni þrátt fyrir að vera litblindur.

Erlend Mamelund segir að það geti oft verið erfitt að átta sig þegar hlutirnir ganga hratt fyrir sig. „Það er ekki auðvelt að spila handbolta þegar maður á stundum erfitt með að sjá boltann," sagði hann við norska fjölmiðla.

Norska handboltaliðið spilar oft í rauðum búningum en boltinn er þar að auki rauðleitur og því getur verið erfitt fyrir Mamelund að koma auga á hann.

Það virtist þó ekki koma að sök gegn Slóveníu í gær en þar skoraði Mamelund sex mörk og var einn markahæstu leikmanna Norðmanna. Mamelund og félagar mæta Íslandi á EM annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×