Handbolti

Pólverjar fóru illa með Slóvaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pólskir áhorfendur fagna í kvöld.
Pólskir áhorfendur fagna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Pólland er komið á blað í A-riðli eftir að hafa tapað fyrir heimamönnum í Serbíu á sunnudaginn á EM í handbolta. Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu lið Slóvakíu með sautján marka mun.

Staðan í hálfleik var 17-13, Pólverjum í vil, en þeir einfaldlega löbbuðu yfir Slóvaka í seinni hálfleik og skoruðu þá 24 mörk gegn ellefu.

Slóvakía verður að teljast nánast úr leik á mótinu en liðið mætir Serbíu í lokaleik sínum á fimmtudagskvöldið. Serbar og Danir mætast í hinum leik A-riðils í kvöld.

Grzegorz Tkaczyk skoraði átta mörk fyrir Pólverja í kvöld og Bartosz Jurecki sex. Peter Kukucka skoraði fimm fyrir Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×