Handbolti

Frakkar búnir að vinna sinn fyrsta leik á EM - unnu Rússa með 4 mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Omeyer.
Thierry Omeyer. Mynd/AFP
Heims-, Ólympíu- og Evrópumeistarar Frakka fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM í handbolta í Serbíu þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Rússum í dag, 28-24, en franska liðið hafði tapað á móti Spánverjum í fyrsta leiknum sínum.

Thierry Omeyer var í stuði í franska markinu og sex leikmenn liðsins skoruðu á bilinu þrjú til fimm mörk. Daniel Narcisse var markahæstur með sex mörk. Mikhail Chipurin skoraði sex mörk fyrir Rússa.

Thierry Omeyer, markvörður Frakka, varði aðeins þrjú skot í fyrsta leiknum á móti Spáni en mætti grimmir til leiks í dag. Omeyer varði þrjú fyrstu skot Rússa í leiknum og franska liðið komst í 5-0 eftir tíu mínútna leik. Rússar náðu muninum niður í þrjú mörk, 8-5, en þá komu fjögur frönsk mörk í röð og staðan var allt í einu orðin 12-5.

Frakkar voru 16-11 yfir í hálfleik eftir að Rússar skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiksins. Rússar minnkuðu muninn í þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks, 18-15. Fjögur frönsk mörk í röð á rúmur þremur mínútum komu muninum aftur upp í sjö mörk og eftir það var sigurinn nánast í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×