Þjálfarinn er ekkert smeykur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2012 06:00 Íslensku stelpurnar fagna hér 22-21 sigri á Svartfjallalandi í Brasilíu í desember. Mynd/Pjetur Íslenska kvennalandsliðið lenti í erfiðum austantjaldsriðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi og fer riðill stelpnanna fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlaliðið spilaði á EM í janúar. Með þremur toppþjóðum„Þetta er hrikalega erfiður riðill, það verður að segjast eins og er því við lendum í riðli með þremur algerum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins áður, en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs. „Þetta er hörkuriðill og gríðarlega sterkar þjóðir. Það er ótrúlegt að við spiluðum við bæði Rússa og Svartfjallaland á síðustu tveimur stórmótum. Það er furðulegt að við lendum alltaf á móti þeim," segir Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari og Rakel var líka alveg til í að mæta „nýjum" þjóðum. „Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því það væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka," sagði Rakel í léttum tón. Þetta er þriðja stórmót íslensku stelpnanna í röð en þær voru einnig með á EM 2010 og á HM 2011 sem fram fór í Brasilíu. Íslenska kvennalandsliðið ætti vera farið að þekkja lið Svartfjallalands vel því liðið hefur verið með Svartfellingum í riðli á öllum þremur stórumótum sínum. Bara rétt á eftir þeim bestu„Þetta verður hrikalega erfitt og fyrir fram spá spekingar okkur ekki mörgum sigrum en svo framarlega sem við höfum trú á þessu þá er margt sem getur gerst. Við sýndum það alveg síðast þegar við komum vel á óvart í Brasilíu. Við erum bara rétt á eftir þessum bestu þjóðum að mínu mati. Það telur mikið að hafa upplifað þetta á tveimur stórmótum í röð. Þetta er hrikalega erfiður riðill en við förum bjartsýnar á þetta mót með trú á okkur sjálfum," sagði Rakel Dögg en hún stefnir á að vera komin í gott form fyrir EM eftir að hafa slitið krossband rétt fyrir HM í Brasilíu. Ágúst þekkir væntanlega mótherja vel og getur undirbúið liðið vel fyrir mótið. „Við þekkjum ágætlega inn á þessi lið og svo eru Svartfellingar og Rússar líka inni á Ólympíuleikunum í haust. Það á að vera auðvelt að fá efni með þeim og vonandi verðum við í fínu standi í desember," sagði Ágúst og bætti við: „Það hefði verið gaman að spila við Dani en svona er þetta. Þetta eru þjóðir sem spila 6:0 varnarleik og svolítið þungan handbolta en það hentar kvennalandsliðinu ágætlega að spila á móti þessum þjóðum. Ég er ekkert smeykur en ég er klár á því að þetta verður strembið," segir Ágúst. Landi hans Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, gat aftur á móti verið kátur með sinn riðil en Norðmenn eru með Úkraínu, Serbíu og Tékklandi. „Norðmenn fengu langþægilegasta riðilinn og voru mjög heppnir með riðil," sagði Ágúst og Rakel er sammála. „Norðmennirnir fara auðveldlega í gegnum þann riðil," segir Rakel. Þurfa að nýta tímann vel„Það hefði reyndar verið sama í hvaða riðil við hefðum farið í því það er alltaf mjög erfitt að komast upp úr svona riðli á EM. Leikmenn þurfa að nýta tímann vel fram að EM því það er enn langur tími í mótið. Ef leikmennirnir okkar mæta í sínu besta formi þá er engin spurning að við getum hugsanlega komið okkur upp úr riðlinum," sagði Ágúst. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lenti í erfiðum austantjaldsriðli í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Serbíu frá 4. til 16. desember. Ísland er í riðli með Rúmeníu, Rússlandi, Svartfjallalandi og fer riðill stelpnanna fram í Vrsac eða sama stað og íslenska karlaliðið spilaði á EM í janúar. Með þremur toppþjóðum„Þetta er hrikalega erfiður riðill, það verður að segjast eins og er því við lendum í riðli með þremur algerum toppþjóðum," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, sem var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins áður, en sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu í lok síðasta árs. „Þetta er hörkuriðill og gríðarlega sterkar þjóðir. Það er ótrúlegt að við spiluðum við bæði Rússa og Svartfjallaland á síðustu tveimur stórmótum. Það er furðulegt að við lendum alltaf á móti þeim," segir Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari og Rakel var líka alveg til í að mæta „nýjum" þjóðum. „Það eina sem er kannski fúlt er að vera að lenda alltaf á móti sömu þjóðunum því það væri gaman að fá að spila við hinar þjóðirnar líka," sagði Rakel í léttum tón. Þetta er þriðja stórmót íslensku stelpnanna í röð en þær voru einnig með á EM 2010 og á HM 2011 sem fram fór í Brasilíu. Íslenska kvennalandsliðið ætti vera farið að þekkja lið Svartfjallalands vel því liðið hefur verið með Svartfellingum í riðli á öllum þremur stórumótum sínum. Bara rétt á eftir þeim bestu„Þetta verður hrikalega erfitt og fyrir fram spá spekingar okkur ekki mörgum sigrum en svo framarlega sem við höfum trú á þessu þá er margt sem getur gerst. Við sýndum það alveg síðast þegar við komum vel á óvart í Brasilíu. Við erum bara rétt á eftir þessum bestu þjóðum að mínu mati. Það telur mikið að hafa upplifað þetta á tveimur stórmótum í röð. Þetta er hrikalega erfiður riðill en við förum bjartsýnar á þetta mót með trú á okkur sjálfum," sagði Rakel Dögg en hún stefnir á að vera komin í gott form fyrir EM eftir að hafa slitið krossband rétt fyrir HM í Brasilíu. Ágúst þekkir væntanlega mótherja vel og getur undirbúið liðið vel fyrir mótið. „Við þekkjum ágætlega inn á þessi lið og svo eru Svartfellingar og Rússar líka inni á Ólympíuleikunum í haust. Það á að vera auðvelt að fá efni með þeim og vonandi verðum við í fínu standi í desember," sagði Ágúst og bætti við: „Það hefði verið gaman að spila við Dani en svona er þetta. Þetta eru þjóðir sem spila 6:0 varnarleik og svolítið þungan handbolta en það hentar kvennalandsliðinu ágætlega að spila á móti þessum þjóðum. Ég er ekkert smeykur en ég er klár á því að þetta verður strembið," segir Ágúst. Landi hans Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, gat aftur á móti verið kátur með sinn riðil en Norðmenn eru með Úkraínu, Serbíu og Tékklandi. „Norðmenn fengu langþægilegasta riðilinn og voru mjög heppnir með riðil," sagði Ágúst og Rakel er sammála. „Norðmennirnir fara auðveldlega í gegnum þann riðil," segir Rakel. Þurfa að nýta tímann vel„Það hefði reyndar verið sama í hvaða riðil við hefðum farið í því það er alltaf mjög erfitt að komast upp úr svona riðli á EM. Leikmenn þurfa að nýta tímann vel fram að EM því það er enn langur tími í mótið. Ef leikmennirnir okkar mæta í sínu besta formi þá er engin spurning að við getum hugsanlega komið okkur upp úr riðlinum," sagði Ágúst.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira