Handbolti

Arnór Atlason slapp með skrekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson.
Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Heimasíða AGK
Arnór Atlason, fyrirliði AG frá Kaupmannahöfn, er ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu og ætti íslenski landsliðsmaðurinn því að geta spilað leikina á móti Sävehof í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Arnór tognaði aftan í læri á móti Bjerringbro/Silkeborg um helgina en Magnus Andersson, þjálfari AGK, tjáði dönskum fjölmiðlum að hann væri bjartsýnn á það að Arnór kæmi fljótt til baka.

„Hann er ekki með rifinn vöðva og þetta er líklega bara tognun. Ég er bjartsýnn og býst við því að hann komi fljótt til baka," sagði Magnus Andersson við sporten.tv2.dk.

AG mætir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni á morgun og spilar við Skjern Håndbold um næstu helgi. Arnór verður ekki með í þeim leikjum en ætti að geta verið með á móti Sävehof um miðja mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×