Knútur Hauksson: Ákvörðun Arons að fara til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 13:46 Knútur á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu í desember. Mynd/Pjetur Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir Aron Pálmarsson sjálfan hafa ákveðið að gangast undir læknisskoðun hjá Kiel í Þýskalandi. Það sé í fullri sátt við HSÍ. „Þetta er í góðu við okkur. Við berum hagsmuni leikmannsins fyrst og fremst fyrir brjósti. Þetta er ungur strákur og við förum ekki að tefla á tvær hættur með hann," sagði Knútur í samtali við Vísi. Læknar íslenska landsliðsins telja að Aron geti verið leikfær á Ólympíuleikunum sem settir verða á föstudag. Forráðamenn Kiel vilja hins vegar láta eigin lækna líta á Aron sem hélt utan í dag. „Ef þeir (forráðamenn Kiel) vilja skoða hann frekar þá er það alltaf ákvörðun leikmannsins sjálfs. Hann hefur allan okkar stuðning í því. Þeir hafa auðvitað ungan og efnilegan leikmann og bera hag hans fyrir brjósti eins og við," segir Knútur og horfir til framtíðar varðandi vinstri skyttuna. „Aron hefur náttúrulega um tvennt að hugsa. Hann vill auðvitað spila á Ólympíuleikunum en auðvitað einnig passa að allt sé í lagi. Hann þarf að horfa til framtíðar enda eru þetta vonandi ekki síðustu Ólympíuleikar hans," segir Knútur. „Vonandi kemur í ljós að þeirra læknar verða sammála okkar læknum," segir Knútur sem reiknar ennþá með þátttöku Arons á Ólympíuleikunum. „Já, staðan er óbreytt hvað það varðar," segir Knútur sem átti ekki heimangengt á landsleikinn í gær þar sem hann var utanbæjar. Tengdar fréttir Fer Aron ekki til London? Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 21. júlí 2012 21:13 Aron Pálmarsson farinn til Þýskalands í læknisskoðun Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hélt í morgun til Þýskalands í læknisskoðun. Þetta kom fram í hádegisfréttum á Bylgjunni í dag. 22. júlí 2012 13:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Knútur Hauksson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir Aron Pálmarsson sjálfan hafa ákveðið að gangast undir læknisskoðun hjá Kiel í Þýskalandi. Það sé í fullri sátt við HSÍ. „Þetta er í góðu við okkur. Við berum hagsmuni leikmannsins fyrst og fremst fyrir brjósti. Þetta er ungur strákur og við förum ekki að tefla á tvær hættur með hann," sagði Knútur í samtali við Vísi. Læknar íslenska landsliðsins telja að Aron geti verið leikfær á Ólympíuleikunum sem settir verða á föstudag. Forráðamenn Kiel vilja hins vegar láta eigin lækna líta á Aron sem hélt utan í dag. „Ef þeir (forráðamenn Kiel) vilja skoða hann frekar þá er það alltaf ákvörðun leikmannsins sjálfs. Hann hefur allan okkar stuðning í því. Þeir hafa auðvitað ungan og efnilegan leikmann og bera hag hans fyrir brjósti eins og við," segir Knútur og horfir til framtíðar varðandi vinstri skyttuna. „Aron hefur náttúrulega um tvennt að hugsa. Hann vill auðvitað spila á Ólympíuleikunum en auðvitað einnig passa að allt sé í lagi. Hann þarf að horfa til framtíðar enda eru þetta vonandi ekki síðustu Ólympíuleikar hans," segir Knútur. „Vonandi kemur í ljós að þeirra læknar verða sammála okkar læknum," segir Knútur sem reiknar ennþá með þátttöku Arons á Ólympíuleikunum. „Já, staðan er óbreytt hvað það varðar," segir Knútur sem átti ekki heimangengt á landsleikinn í gær þar sem hann var utanbæjar.
Tengdar fréttir Fer Aron ekki til London? Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 21. júlí 2012 21:13 Aron Pálmarsson farinn til Þýskalands í læknisskoðun Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hélt í morgun til Þýskalands í læknisskoðun. Þetta kom fram í hádegisfréttum á Bylgjunni í dag. 22. júlí 2012 13:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Fer Aron ekki til London? Nú þegar sex dagar eru í að Ólympíuleikarnir í London verða settir lítur út fyrir að einn efnilegasti handknattleiksmaður heims og einn sterkasti leikmaður íslenska landsliðsins verði fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 21. júlí 2012 21:13
Aron Pálmarsson farinn til Þýskalands í læknisskoðun Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson hélt í morgun til Þýskalands í læknisskoðun. Þetta kom fram í hádegisfréttum á Bylgjunni í dag. 22. júlí 2012 13:01