Björgvin Páll: Mótlætið gerir mann sterkari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 10. ágúst 2012 08:00 Björgvin Páll sést hér fyrir framan körfuboltahöllina í Ólympíugarðinum í London þar sem Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í fyrradag. Mynd/Valli Þó svo að vonbrigðin eftir tap Íslands fyrir Ungverjalandi í fyrradag hafi verið ólýsanlega mikil er ekki annað hægt en að læra af mistökunum og horfa fram á veginn. Það segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Tap Íslands þýddi að liðið féll úr leik á Ólympíuleikunum. Sérlega grimm örlög, sérstaklega miðað við að strákarnir unnu alla leiki sína í riðlinum. Það var þó allt undir í leiknum gegn Ungverjalandi í körfuboltahöllinni á miðvikudaginn og það sem hafði gerst fram að því skipti engu máli. „Mér hefur liðið betur," sagði Björgvin þegar Fréttablaðið settist niður með honum í Ólympíugarðinum í gær, rétt rúmum sólarhring eftir leikinn umtalaða. Margir af félögum hans í landsliðinu voru þá þegar farnir úr Ólympíuþorpinu eða á leið í burtu. „En það þýðir ekkert annað en að taka þessu með jafnaðargeði og horfa fram á veginn. Þetta voru mikil vonbrigði en það er ekki hægt að dvelja við þetta endalaust," segir hann. Gerði sextán mistök í leiknumHann segist hafa eytt kvöldinu eftir leik í að fara yfir atburði dagsins, bæði með félögum sínum og í einrúmi. „Við ræddum þetta í gegn. Maður verður að reyna að koma þessu frá sér svo maður sé ekki að dvelja við þetta alla nóttina," segir Björgvin Páll sem spilaði fyrri hálfleikinn og varði fjögur skot í honum. „Ég fékk sextán mörk á mig og ég fór yfir þau öll kvöldið eftir leik. Maður gerir mörg mistök í sportinu og ég gerði sextán mistök í þessum leik," segir hann. „Það þýðir samt ekki að dvelja of lengi við það. Maður lærir af þessu og hendir því svo frá sér. En þetta var svo mikilvægur leikur að hver mistök telja tvöfalt og er erfitt að kyngja því." Lögðum hjartað að veðiEins og gefur að skilja voru handboltaunnendur og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í sárum í gær. Leikmenn skilja það vel en Björgvin segir að enginn hafi tekið þessu verr en leikmennirnir sjálfir. „Við lögðum hjartað að veði fyrir mótið og ætluðum okkur stærri hluti. En við klikkuðum í stærsta leiknum þó svo að við höfum náð að spila frábærlega á mótinu fram að því. Þetta var líklega besta mót okkar til þessa. Við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum sem eru nú komin í undanúrslit – sem hjálparekki til. Það er afar svekkjandi." Og hann segir að viðbrögð Íslendinga á Facebook, Twitter og öðrum netmiðlum hafi ekki farið fram hjá sér. „Menn stjórna því sjálfir hvað þeir vilja sjá og ekki. Persónulega finnst mér gaman að fá viðbrögð frá þjóðinni enda er maður voðalega fljótur að stökkva á netið eftir sigurleiki. Maður verður því líka að geta tekið gagnrýninni þegar hún kemur. Auðvitað er líka stutt í neikvæðnina en maður má ekki taka það inn á sig. Mótlætið gerir mann bara sterkari." Á Guðmundi margt að þakkaGuðmundur Guðmundsson er nú hættur sem landsliðsþjálfari og líkur eru á að Ólafur Stefánsson hafi leikið sinn síðasta landsleik, þó svo að hann hafi ekkert gefið út um sína framtíð. „Ég á Guðmundi margt að þakka. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri í landsliðinu árið 2003 og valdi mig til að spila á tveimur Ólympíuleikum. Þess fyrir utan er gríðarlegur missir að manninum," segir hann. „Guðmundur er búinn að byggja upp lið í fjögur og hálft ár sem hefur náð langt. Hans handbragð er á liðinu, bæði í vörn og sókn, og þó svo að við höfum allir lagt okkar í púkkið er hann arkitektinn að öllu saman." Björgvin Páll segir að leikmönnum annarra liða finnist leiðinlegt að fara á svokallaða „vídeófundi" þar sem andstæðingurinn er greindur. Guðmundur hefur haldið marga slíka í gegnum tíðina. „Hver fundur með Gumma hefur verið skemmtilegur. Hann er mikill handboltanörd og tekst að gera þetta mjög skemmtilega." Enginn heimsendirBjörgvin neitar því ekki að landsliðið standi nú á tímamótum en að þó svo að einhverjir séu á útleið verði íslenska landsliðið áfram sterkt. „Auðvitað eru það tímamót þegar landsliðsþjálfarinn, og jafnvel fyrirliðinn líka, fer úr liðinu. En það þarf ekki endilega að vera verra – nú koma nýir menn inn og vonandi verður hægt að gera gott enn betra. Ég hef ekki áhyggjur enda þýðir ekki að búa til heimsendi þó svo að tveir menn hætti. Það er fullt af færum þjálfurum og leikmönnum á okkar litla klaka." Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Þó svo að vonbrigðin eftir tap Íslands fyrir Ungverjalandi í fyrradag hafi verið ólýsanlega mikil er ekki annað hægt en að læra af mistökunum og horfa fram á veginn. Það segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Tap Íslands þýddi að liðið féll úr leik á Ólympíuleikunum. Sérlega grimm örlög, sérstaklega miðað við að strákarnir unnu alla leiki sína í riðlinum. Það var þó allt undir í leiknum gegn Ungverjalandi í körfuboltahöllinni á miðvikudaginn og það sem hafði gerst fram að því skipti engu máli. „Mér hefur liðið betur," sagði Björgvin þegar Fréttablaðið settist niður með honum í Ólympíugarðinum í gær, rétt rúmum sólarhring eftir leikinn umtalaða. Margir af félögum hans í landsliðinu voru þá þegar farnir úr Ólympíuþorpinu eða á leið í burtu. „En það þýðir ekkert annað en að taka þessu með jafnaðargeði og horfa fram á veginn. Þetta voru mikil vonbrigði en það er ekki hægt að dvelja við þetta endalaust," segir hann. Gerði sextán mistök í leiknumHann segist hafa eytt kvöldinu eftir leik í að fara yfir atburði dagsins, bæði með félögum sínum og í einrúmi. „Við ræddum þetta í gegn. Maður verður að reyna að koma þessu frá sér svo maður sé ekki að dvelja við þetta alla nóttina," segir Björgvin Páll sem spilaði fyrri hálfleikinn og varði fjögur skot í honum. „Ég fékk sextán mörk á mig og ég fór yfir þau öll kvöldið eftir leik. Maður gerir mörg mistök í sportinu og ég gerði sextán mistök í þessum leik," segir hann. „Það þýðir samt ekki að dvelja of lengi við það. Maður lærir af þessu og hendir því svo frá sér. En þetta var svo mikilvægur leikur að hver mistök telja tvöfalt og er erfitt að kyngja því." Lögðum hjartað að veðiEins og gefur að skilja voru handboltaunnendur og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í sárum í gær. Leikmenn skilja það vel en Björgvin segir að enginn hafi tekið þessu verr en leikmennirnir sjálfir. „Við lögðum hjartað að veði fyrir mótið og ætluðum okkur stærri hluti. En við klikkuðum í stærsta leiknum þó svo að við höfum náð að spila frábærlega á mótinu fram að því. Þetta var líklega besta mót okkar til þessa. Við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum sem eru nú komin í undanúrslit – sem hjálparekki til. Það er afar svekkjandi." Og hann segir að viðbrögð Íslendinga á Facebook, Twitter og öðrum netmiðlum hafi ekki farið fram hjá sér. „Menn stjórna því sjálfir hvað þeir vilja sjá og ekki. Persónulega finnst mér gaman að fá viðbrögð frá þjóðinni enda er maður voðalega fljótur að stökkva á netið eftir sigurleiki. Maður verður því líka að geta tekið gagnrýninni þegar hún kemur. Auðvitað er líka stutt í neikvæðnina en maður má ekki taka það inn á sig. Mótlætið gerir mann bara sterkari." Á Guðmundi margt að þakkaGuðmundur Guðmundsson er nú hættur sem landsliðsþjálfari og líkur eru á að Ólafur Stefánsson hafi leikið sinn síðasta landsleik, þó svo að hann hafi ekkert gefið út um sína framtíð. „Ég á Guðmundi margt að þakka. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri í landsliðinu árið 2003 og valdi mig til að spila á tveimur Ólympíuleikum. Þess fyrir utan er gríðarlegur missir að manninum," segir hann. „Guðmundur er búinn að byggja upp lið í fjögur og hálft ár sem hefur náð langt. Hans handbragð er á liðinu, bæði í vörn og sókn, og þó svo að við höfum allir lagt okkar í púkkið er hann arkitektinn að öllu saman." Björgvin Páll segir að leikmönnum annarra liða finnist leiðinlegt að fara á svokallaða „vídeófundi" þar sem andstæðingurinn er greindur. Guðmundur hefur haldið marga slíka í gegnum tíðina. „Hver fundur með Gumma hefur verið skemmtilegur. Hann er mikill handboltanörd og tekst að gera þetta mjög skemmtilega." Enginn heimsendirBjörgvin neitar því ekki að landsliðið standi nú á tímamótum en að þó svo að einhverjir séu á útleið verði íslenska landsliðið áfram sterkt. „Auðvitað eru það tímamót þegar landsliðsþjálfarinn, og jafnvel fyrirliðinn líka, fer úr liðinu. En það þarf ekki endilega að vera verra – nú koma nýir menn inn og vonandi verður hægt að gera gott enn betra. Ég hef ekki áhyggjur enda þýðir ekki að búa til heimsendi þó svo að tveir menn hætti. Það er fullt af færum þjálfurum og leikmönnum á okkar litla klaka."
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira