Innlent

Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 52,78% atkvæða yfir landið allt, en Þóra Arnórsdóttir 33,16% samkvæmt lokatölum sem birtust um klukkan hálfátta í morgun á kosningavef RÚV. Ólafur Ragnar hefur því verið endurkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára.Ari Trausti Guðmundsson hlaut 8,64%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63%, Andrea Ólafsdóttir 1,8% og Hannes Bjarnason 0,98%.Heildarkjörsókn yfir landið allt var 69,2%.Í Norðvesturkjördæmi urðu úrslitin þessi: Ólafur Ragnar 58,16%, Þóra 29,08%, Ari Trausti 7,3%, Herdís 2,19%, Hannes 2,08%, Andrea 1,18%. Kjörsókn var 71,8%.Í Norðausturkjördæmi: Ólafur Ragnar 50,61%, Þóra 34,31%, Ari Trausti 9,18%, Herdís 2,85%, Andrea 1,7%, Hannes 1,35%. Kjörsókn var slétt 72%.Í Suðurkjördæmi:Ólafur Ragnar 63,57%, Þóra 23,88%, Ari Trausti 7,77%, Herdís 2,44%, Andrea 1,46%, Hannes 0,88%. Kjörsókn var 68,3%.Í Suðvesturkjördæmi: Ólafur Ragnar 52,97%, Þóra 33,28%, Ari Trausti 8,7%, Herdís 2,45%, Andrea 1,88%, Hannes 0,71%. Kjörsókn var 69,9%.Í Reykjavík suður: Ólafur Ragnar 49,55%, Þóra 36,04%, Ari Trausti 9,05%, Herdís 2,63%, Andrea 1,95%, Hannes 0,7%. Kjörsókn var 68,8%.Í Reykjavík norður: Ólafur Ragnar 46,26%, Þóra 38,5%, Ari Trausti 9,13%, Herdís 3,11%, Andrea 2,18%, Hannes 0,83%. Kjörsókn var 66,5%.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.