Óvenju góður júní í Hítará 1. júlí 2012 16:20 Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Mynd / Bjarni Júlíusson Veiðin í júní að aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Veitt er á fjórar stangir í Hítará og tveggja daga holl sem lauk veiði í hádeginu í gær landaði 12 löxum. Veiðimennirnir misstu auk þess marga. Þetta er ansi merkilegt því Veiðivísir hefur fregnir af öðrum hópi veiðimanna sem var í ánni í síðustu viku. Veiðin hjá þeim var einkar dræm þrátt fyrir að laxinn hafi legið í margföldum röðum í nokkrum hyljum. Það er því greinilega nóg af fiski í ánni. Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Þá er talið víst að töluvert sé komið af laxi í Grjótá og Tálma, því hópur veiðimanna horfði á göngur yfirgefa Langadrátt og renna sér upp hliðarárnar ofan við ármótin. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Nýr framkvæmdastjóri SVFR Veiði 101 sm lax úr Eystri Rangá Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði
Veiðin í júní að aðalsvæðinu í Hítará á Mýrum var óvenju góð. Ríflega 50 laxar hafa komið á land og mun það vera ein allra besta júní-veiði frá því skráningar hófust að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Veitt er á fjórar stangir í Hítará og tveggja daga holl sem lauk veiði í hádeginu í gær landaði 12 löxum. Veiðimennirnir misstu auk þess marga. Þetta er ansi merkilegt því Veiðivísir hefur fregnir af öðrum hópi veiðimanna sem var í ánni í síðustu viku. Veiðin hjá þeim var einkar dræm þrátt fyrir að laxinn hafi legið í margföldum röðum í nokkrum hyljum. Það er því greinilega nóg af fiski í ánni. Á vef SVFR segir að óvenju mikið hafi verið að stórlaxi í afla veiðimanna við Hítará undanfarna daga. Þá er talið víst að töluvert sé komið af laxi í Grjótá og Tálma, því hópur veiðimanna horfði á göngur yfirgefa Langadrátt og renna sér upp hliðarárnar ofan við ármótin. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Nýr framkvæmdastjóri SVFR Veiði 101 sm lax úr Eystri Rangá Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði