Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði 26. ágúst 2012 12:30 Mikil náttúrufegurð umvefur veiðimenn í Hvalvatnsfirði. Mynd / svak.is Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði
Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Félag ungra í skot og stangveiði Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði 75 ára afmælisfagnaður SVFR Veiði Rigningar næstu daga kæta laxveiðimenn Veiði Laxinn mættur í Ytri-Rangá? Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði