Góðar gangur í Breiðdalsá 11. september 2012 07:00 Einn nýrunninn úr Gljúfrahyl í Breiðdalsá, en þar er nú töluvert af nýjum laxi. Mynd/strengir.is Það hefur verið allt önnur og betri veiði í Breiðdalsá frá mánaðarmótum, enda hefur áin fengið nýtt líf eftir að loksins byrjaði að rigna. Eins og greint hefur verið frá á Veiðivísi þá þarf að leita langt aftur í tímann til að finna viðlíka þurrka sem gerðu allan dalinn óveiðandi vikum saman. Núna er bæði að veiðast stórlax og smálax, en nýgengnir og lúsugir laxar veiðast hvern dag. Tölurnar hækka því hratt en spúnaveiði hefur hjálpað til við að hækka tölurnar. 85 laxar hafa veiðst frá mánaðarmótum en 364 þegar horft er til sumarsins í heild. Meðalþyngdin vekur athygli en hún er ríflega 9 pund. Meðallengd veiddra laxa er 73,24 sentimetrar segir í veiðibók Breiðdalsár. Ekkert bendir því til annars en að september gefi góða veiði í Breiðdalsá eins og undanfarin ár, en tæplega 500 laxar veiddust í september í fyrra og um 400 árið áður. Það getur því mikið gengið á þangað til veiði líkur 30. september og enn hægt að tryggja sér leyfi í haustveiðinni. Lausar stangir eru í boði frá 17. september allt til loka. Spyrjið um nánari upplýsingar: ellidason@strengir.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Það hefur verið allt önnur og betri veiði í Breiðdalsá frá mánaðarmótum, enda hefur áin fengið nýtt líf eftir að loksins byrjaði að rigna. Eins og greint hefur verið frá á Veiðivísi þá þarf að leita langt aftur í tímann til að finna viðlíka þurrka sem gerðu allan dalinn óveiðandi vikum saman. Núna er bæði að veiðast stórlax og smálax, en nýgengnir og lúsugir laxar veiðast hvern dag. Tölurnar hækka því hratt en spúnaveiði hefur hjálpað til við að hækka tölurnar. 85 laxar hafa veiðst frá mánaðarmótum en 364 þegar horft er til sumarsins í heild. Meðalþyngdin vekur athygli en hún er ríflega 9 pund. Meðallengd veiddra laxa er 73,24 sentimetrar segir í veiðibók Breiðdalsár. Ekkert bendir því til annars en að september gefi góða veiði í Breiðdalsá eins og undanfarin ár, en tæplega 500 laxar veiddust í september í fyrra og um 400 árið áður. Það getur því mikið gengið á þangað til veiði líkur 30. september og enn hægt að tryggja sér leyfi í haustveiðinni. Lausar stangir eru í boði frá 17. september allt til loka. Spyrjið um nánari upplýsingar: ellidason@strengir.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxinn kominn í Breiðdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Ein af vinsælustu flugum sumarsins Veiði 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði