Góð uppskrift að bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 16:01 Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung. Það er auðvitað tilvalið í sumar þegar fjölskyldan fer saman til veiða að taka jafnvel með sér ferðagrill og það sem þarf til að reiða fram girnilega máltíð við bakkann. Þetta skapar frábæra stemmningu við bakkann þegar maður smakkar það sem var veitt samdægurs, verður ekki ferskara en það. Það má jafnvel finna uppskriftir á netinu þar sem notaðar eru íslenskar jurtir sem má finna víða í móum og melum við vötn og ár. Skemmtum okkur vel við bakkann og verði ykkur að góðu. Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að bleikju: Rúmlega ½ desilítri af appelsínusafa 2 matskeiðar olía 2 matskeiðar ljós sojasósa Örlítið af pipar 1 matskeið sítrónusafi 1 hvítlaukslauf, marið 1 kíló bleikjuflök (cirka 4-5 flök)Aðferð: Blandið saman appelsínusafanum, olíunni, sojasósunni, piparnum, sítrónusafanum og hvítlauknum í skál. Penslið álbakka með olíu og leggjið flökin í bakkan með kjöthliðina niður. Grillið bleikjuna í 3-5 mínútur, snúið henni við og penslið með sósunni af og til næstu 5 mínúturnar, eða þar til hún er grilluð í gegn. Berið fram með salati, hrísrjónum og kartöflubátum. Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung. Það er auðvitað tilvalið í sumar þegar fjölskyldan fer saman til veiða að taka jafnvel með sér ferðagrill og það sem þarf til að reiða fram girnilega máltíð við bakkann. Þetta skapar frábæra stemmningu við bakkann þegar maður smakkar það sem var veitt samdægurs, verður ekki ferskara en það. Það má jafnvel finna uppskriftir á netinu þar sem notaðar eru íslenskar jurtir sem má finna víða í móum og melum við vötn og ár. Skemmtum okkur vel við bakkann og verði ykkur að góðu. Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að bleikju: Rúmlega ½ desilítri af appelsínusafa 2 matskeiðar olía 2 matskeiðar ljós sojasósa Örlítið af pipar 1 matskeið sítrónusafi 1 hvítlaukslauf, marið 1 kíló bleikjuflök (cirka 4-5 flök)Aðferð: Blandið saman appelsínusafanum, olíunni, sojasósunni, piparnum, sítrónusafanum og hvítlauknum í skál. Penslið álbakka með olíu og leggjið flökin í bakkan með kjöthliðina niður. Grillið bleikjuna í 3-5 mínútur, snúið henni við og penslið með sósunni af og til næstu 5 mínúturnar, eða þar til hún er grilluð í gegn. Berið fram með salati, hrísrjónum og kartöflubátum.
Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði