Þar liggja drekarnir í djúpinu Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 00:01 www.strengir.is Það eru margir sem hafa lagt leið sína í Minnivallalæk og séð urriðatröllin sem liggja víða í ánni. Þeirri sýn er oft erfitt að gleyma og það eru margir veiðimenn sem halda tryggð við þessa skemmtilegu í mörg ár í þeirri von um að ná í einn slíkann. Og á hverju ári eru alltaf nokkrir í kringum 20 pundin sem falla fyrir flugum veiðimanna. Það er oft talað um að í ánni séu tvær stofnar urriða. Annar stofnin sem dvelur allan sinn lífaldur í ánni og hinn sem fer í jökulvatnið og "gengur" aftur upp í ánna til að hrygna. Þessir tveir stofnar eru útlitslega frábrugðnir þar sem staðbundni fiskurinn er eins og maður á að venjast urriða við þessar aðstæður, með þennan auðþekkjanlega brúna lit á meðan hinn stofninn minnir stundum helst á bjartan göngulax. Í byrjun veiðitímabilsins eru menn gjarnan að nota straumflugur en þegar hlýnar í veðri og líf kviknar í læknum þá fer urriðinn að velja vel úr því sem borið er fyrir hann. Þá borgar sig að skoða vel hvaða flugur það eru sem eru í klaki og finna eitthvað í boxinu sem líkist því. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá skiptir stærðin máli og alveg í öfgarnar! Þeir sem hafa gert bestu dagana þarna í gegnum tíðina hika ekkert við að nota flugur niður í stærðir #22, og það eru oft breskir veiðimenn sem fara niður í þessar fluguagnir. Þurrflugan gefur líka vel þegar viðrar rétt fyrir hana en flestir sem veiða í læknum veiða þó andstreymis enda gefur sú aðferð oft vel fyrir bæði urriða og bleikju í rennandi vatni. Það er krefjandi og skemmtilegt að veiða í læknum og fyrir þá sem eiga eftir að prófa hann þá eru einhver laus leyfi í maí hjá www.strengir.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði
Það eru margir sem hafa lagt leið sína í Minnivallalæk og séð urriðatröllin sem liggja víða í ánni. Þeirri sýn er oft erfitt að gleyma og það eru margir veiðimenn sem halda tryggð við þessa skemmtilegu í mörg ár í þeirri von um að ná í einn slíkann. Og á hverju ári eru alltaf nokkrir í kringum 20 pundin sem falla fyrir flugum veiðimanna. Það er oft talað um að í ánni séu tvær stofnar urriða. Annar stofnin sem dvelur allan sinn lífaldur í ánni og hinn sem fer í jökulvatnið og "gengur" aftur upp í ánna til að hrygna. Þessir tveir stofnar eru útlitslega frábrugðnir þar sem staðbundni fiskurinn er eins og maður á að venjast urriða við þessar aðstæður, með þennan auðþekkjanlega brúna lit á meðan hinn stofninn minnir stundum helst á bjartan göngulax. Í byrjun veiðitímabilsins eru menn gjarnan að nota straumflugur en þegar hlýnar í veðri og líf kviknar í læknum þá fer urriðinn að velja vel úr því sem borið er fyrir hann. Þá borgar sig að skoða vel hvaða flugur það eru sem eru í klaki og finna eitthvað í boxinu sem líkist því. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá skiptir stærðin máli og alveg í öfgarnar! Þeir sem hafa gert bestu dagana þarna í gegnum tíðina hika ekkert við að nota flugur niður í stærðir #22, og það eru oft breskir veiðimenn sem fara niður í þessar fluguagnir. Þurrflugan gefur líka vel þegar viðrar rétt fyrir hana en flestir sem veiða í læknum veiða þó andstreymis enda gefur sú aðferð oft vel fyrir bæði urriða og bleikju í rennandi vatni. Það er krefjandi og skemmtilegt að veiða í læknum og fyrir þá sem eiga eftir að prófa hann þá eru einhver laus leyfi í maí hjá www.strengir.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Lítið stöðuvatn en fullt af fiski Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði