Innlent

Sparkaði höfuðið af ísbirni á Laugarvegi

Mynd/Lára Stefánsdóttir
Ölvaður karlmaður braut rúðu á veitingarstað við Laugarveg í kvöld auk þess sem hann sparkaði höfuð af gervi ísbirni þar skammt hjá og veittist því næst að gangandi vegfaranda sem snérist fimlega til varnar þar til lögreglumenn komu á vettvang. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumennirnir sem sinntu útkallinu hafa ekki skilað endanlegri skýrslu um málið, að sögn varðstjóra. Hann hefur því ekki frekari upplýsingar um ísbjörninn en segir þó aðspurður líklegt að umræddur ísbjörn sé annar af tveimur voldugum ísbjarnarstyttum sem standa fyrir framan verslunina Ísbjörninn á Laugarvegi.

Sá ölvaði gistir nú fangageymslur þar til víman rennur af honum og hann getur gert grein fyrir háttarlagi sínu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá varðstjóra lögreglunnar er maðurinn á fertugsaldri. Hann er íslenskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×