Jól

Hjá tengdó á aðfangadagskvöld

„Eftirminnileg jól eru jólin sem ég bað konunnar minnar. Það var bæði fallegt og fyndið."
„Eftirminnileg jól eru jólin sem ég bað konunnar minnar. Það var bæði fallegt og fyndið."

„Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög, eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson.

„Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til."

Sjonni Brink og Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni.

Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni."

„Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila."



Sjonni og Gummi Jóns.

10 ný íslensk lög eftir mig og Gumma Jóns"

„Þessa plötu vann ég með Gumma Jóns úr Sálinni og eru þetta 10 ný íslensk lög eftir mig og Gumma. Kveikjan að samstarfi okkar var þegar ég söng lag eftir hann í Laugardagslögunum fyrir tveimur árum síðan og ég stökk á tækifærið á að vinna með honum."

„Þetta hefur verið löng fæðing en er loks að verða að veruleika. Platan verður seld í Hagkaupum og svo auðvitað þar sem ég kem til með að troða upp á næstu misserum."

„Hægt er að fylgjast með því hvar ég er að spila og kynna plötuna inn á facebook undir Sjonni Brink," segir hann að lokum.-elly@365.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×