Handbolti

Alexander meiddist á hné í gær

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Alexander átti magnaðan leik í gær. Mynd/Valli
Alexander átti magnaðan leik í gær. Mynd/Valli

Óheppnin heldur áfram að elta örvhentu skytturnar í íslenska landsliðinu því nú er Alexander Petersson orðinn slæmur í hnénu.

Alexander varð fyrir hnjaski í leiknum gegn Austurríki í gær og leið ekki of vel þegar Vísir hitti á hann nú í hádeginu.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en Alexander mun fara í myndatöku síðar í dag til þess að fá úr því skorið hvort hann sé alvarlega meiddur. Sjálfur var hann nokkuð bjartsýnn á að geta klárað keppnina.

Eins og alþjóð veit meiddist Ólafur Stefánsson á hné í opnunarleiknum en meiðslin reyndust lítilvæg sem betur fer.

Alexander hefur farið algjörlega á kostum í Svíþjóð og það yrði mikið áfall ef hann gæti ekki beitt sér áfram af fullum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×