Umfjöllun: Bronsið til Spánverja Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar 30. janúar 2011 15:53 Raul Entrerrios og Viran Morros fagna bronsinu Mynd / AFP Spánverjar hirtu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir sigur á Svíum í Malmö Arena fyrr í dag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Spánverjar eru vel að bronsinu komnir eftir aðeins einn tapleik á mótinu, gegn Dönum í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtilegan handbolta. Báðum liðum gekk illa í sóknarleiknum og voru fá mörk skoruð. Svíar fengu dæmd á sig mörg sóknarbrot á meðan Spánverjum gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Johan Sjöstrand í markinu sem var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum og var með 58% markvörslu. Jafnt var á flestum tölum í hálfleiknum og ljóst að bæði lið voru staðráðin að nýta sér þennan síðasta möguleika til að ná sér í verðlaun á þessu móti. Staðan í hálfleik var 11-11. Spánverjar hófu seinni hálfleikinn betur og náðu mest þriggja marka forystu. En Svíar náðu að jafna og vandræði liðanna í sóknarleiknum héldu áfram. Undir lokin voru það svo Spánverjar sem náðu tökunum á leiknum. Þeir komust í tveggja marka forystu þegar skammt var eftir og þó svo að Svíar næðu að halda í við þá náðu þeir ekki að jafna metin eftir það. Heimamenn voru mjög óánægðir með dómgæsluna í lokin en dómararnir misstu tökin á síðustu mínútunum þó svo að það hafi ekki haft úrslitaáhrif. Spánverjar fóru að lokum með sigur af hólmi, lokatölur 24-23 og þeir fögnuðu bronsinu innilega í leikslok. Sjöstrand var bestur í liði Svía en Alberto Entrerrios lék vel í liði Spánverja ásamt markverðinum Arpad Sterbik. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira
Spánverjar hirtu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir sigur á Svíum í Malmö Arena fyrr í dag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Spánverjar eru vel að bronsinu komnir eftir aðeins einn tapleik á mótinu, gegn Dönum í undanúrslitum. Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtilegan handbolta. Báðum liðum gekk illa í sóknarleiknum og voru fá mörk skoruð. Svíar fengu dæmd á sig mörg sóknarbrot á meðan Spánverjum gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Johan Sjöstrand í markinu sem var stórkostlegur í fyrri hálfleiknum og var með 58% markvörslu. Jafnt var á flestum tölum í hálfleiknum og ljóst að bæði lið voru staðráðin að nýta sér þennan síðasta möguleika til að ná sér í verðlaun á þessu móti. Staðan í hálfleik var 11-11. Spánverjar hófu seinni hálfleikinn betur og náðu mest þriggja marka forystu. En Svíar náðu að jafna og vandræði liðanna í sóknarleiknum héldu áfram. Undir lokin voru það svo Spánverjar sem náðu tökunum á leiknum. Þeir komust í tveggja marka forystu þegar skammt var eftir og þó svo að Svíar næðu að halda í við þá náðu þeir ekki að jafna metin eftir það. Heimamenn voru mjög óánægðir með dómgæsluna í lokin en dómararnir misstu tökin á síðustu mínútunum þó svo að það hafi ekki haft úrslitaáhrif. Spánverjar fóru að lokum með sigur af hólmi, lokatölur 24-23 og þeir fögnuðu bronsinu innilega í leikslok. Sjöstrand var bestur í liði Svía en Alberto Entrerrios lék vel í liði Spánverja ásamt markverðinum Arpad Sterbik.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Sjá meira