Handbolti

Ekkert alvarlegt hjá Alexander - klár í slaginn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Valli
Íslenska handboltalandsliðið fékk frábærar fréttir í morgun þegar í ljós kom að hnémeiðsli Alexanders Peterssonar eru ekki alvarleg og að hann geti spilað leikinn við Noðrmenn á HM í kvöld. Einar Þorvarðarson staðfesti þetta við Íþróttadeild.

Alexander fór í myndatöku í gær og niðurstöðurnar komu síðan í morgun. Bæði Alexander og Ólafur Stefánsson hafa báðir meiðst á hné í mótinu en sem betur fer voru meiðslin ekki alvarleg og verða þeir því báðir klárir í slaginn í leiknum mikilvæga á móti Norðmönnum.

Alexander hefur farið mikinn á mótinu og enginn leikmaður á HM hefur komið að fleiri mörkum á HM til þessa. Alexander er í 5. sæti yfir markahæstu menn og í 1. sæti í stoðsendingum. Hann hefur líka stolið flestum boltum á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×