Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaðan vélsleðamann

Mynd úr safni
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði eru nú á leið í Hólaskarð fyrir ofan Héðinsfjörð eftir að tilkynning barst um slasaðan vélsleðamann þar.

 

Á þessari stundu er lítið vitað um tildrög slyssins og aðstæður en talið er að maðurinn, sem var á ferð með hópi vélseðamanna, sé ökklabrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×