Boltar í Baugstaðarós Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2011 14:44 Guðmundur Bergkvist með 9 punda birting úr Baugsta Þessa frétt sáum við hjá félögunum á www.votnogveidi.is og það er gaman að sjá góðar fréttir frá Baugsstaðarós því það er sjaldan að fréttir berast þaðan. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta altl of mikið bera á svæðinu! En menn hafa fengið góð skot þar í vor, en svo hefur allt dottið niður á milli eins og gengur og gerist. Nýlega voru félagar á ferð í Baugstaðaósi og sagði annar þeirra, Guðmundur Bergkvist, að eftir 20.mai hefði veiði verið lítil samkvæmt veiðibók. Þeir félagarnir hefðu því búist við litlu. Annað kom á daginn eins og oft vill verða þegar væntingar í veiði eru litlar. Gefum Guðmundi orðið: "Fór í Baugsstaðaós rétt fyrir mánaðamótin ásamt félaga. Ekki mikið veiðst þar uppúr 20. maí en daginn sem við mættum hafði einhver fengið nokkra góða fiska þann morgunn og við vorum vissir um að ekkert væri eftir handa okkur. En það var nú heldur betur ekki, stórir fiskar á ferðinni. Lönduðum sex góðum birtingum og misstum nokkra. Stærstur hjá okkur var 9 pundari sem er stærsti fiskurinn skv. veiðibók á þessu ári. Nokkrir 8 pundarar skráðir. Fiskurinn tók Flæðarmús. Stangveiði Mest lesið Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði
Þessa frétt sáum við hjá félögunum á www.votnogveidi.is og það er gaman að sjá góðar fréttir frá Baugsstaðarós því það er sjaldan að fréttir berast þaðan. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta altl of mikið bera á svæðinu! En menn hafa fengið góð skot þar í vor, en svo hefur allt dottið niður á milli eins og gengur og gerist. Nýlega voru félagar á ferð í Baugstaðaósi og sagði annar þeirra, Guðmundur Bergkvist, að eftir 20.mai hefði veiði verið lítil samkvæmt veiðibók. Þeir félagarnir hefðu því búist við litlu. Annað kom á daginn eins og oft vill verða þegar væntingar í veiði eru litlar. Gefum Guðmundi orðið: "Fór í Baugsstaðaós rétt fyrir mánaðamótin ásamt félaga. Ekki mikið veiðst þar uppúr 20. maí en daginn sem við mættum hafði einhver fengið nokkra góða fiska þann morgunn og við vorum vissir um að ekkert væri eftir handa okkur. En það var nú heldur betur ekki, stórir fiskar á ferðinni. Lönduðum sex góðum birtingum og misstum nokkra. Stærstur hjá okkur var 9 pundari sem er stærsti fiskurinn skv. veiðibók á þessu ári. Nokkrir 8 pundarar skráðir. Fiskurinn tók Flæðarmús.
Stangveiði Mest lesið Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Stórlax úr Víðidalnum Veiði Mikið að sjá fyrir veiðimenn á Fluguveiðisýningunni í gær. Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði