Mynd af stórlaxinum í Kjarrá Trausti Hafliðason skrifar 22. september 2011 06:00 Myndin var tekin á farsíma og gæðin því ekki með besta móti. Hún sýnir hins vegar vel hversu risavaxinn fiskurinn er. Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Fiskurinn veiddist á veiðistaðnum Efra-Potti og tók hann Arndilly Fancy þríkrækju númer 16. Veiðimanninum tókst að landa þessum stórlaxi á Guideline LeCie einhendu fyrir línu númer sjö, sem verður að teljast gott afrek. Fiskurinn er sannkallaður risi. Þegar hann var lagður við hlið stangarinnar teygði hann sig rétt fram fyrir aðra lykkju. Það þýðir að hann hefur verið einhvers staðar á bilinu 114-116 sentimetrar. Samkvæmt staðlaðri töflu Veiðimálastofnunar, sem gefur til kynna samband lengdar og þyngdar á laxi, þá hefur laxinn verið 32 til 34 pund. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst veiddi Nils Jörgensen næststærsta lax sumarsins. Sá mældist 108 sentimetrar og veiddist í Vatnsdalsá í byrjun mánaðarins. Samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar vó hann um 27 pund. Líklegt er þó að hann hafi verið enn þyngri því hann var gríðarlega sver og vel haldinn. Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði
Nú síðsumars birtust fregnir á ýmsum vefmiðlum um að 116 sentimetra lax hefði veiðst í Kjarrá í lok sumars. Fréttunum fylgdi hins vegar alltaf sú saga að veiðimaðurinn vildi ekki birta mynd af laxinum. Fréttablaðið hefur nú náð tali af manninum, sem vildi ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Hann gaf þó góðfúslega leyfi til birtingar á myndinni. Fiskurinn veiddist á veiðistaðnum Efra-Potti og tók hann Arndilly Fancy þríkrækju númer 16. Veiðimanninum tókst að landa þessum stórlaxi á Guideline LeCie einhendu fyrir línu númer sjö, sem verður að teljast gott afrek. Fiskurinn er sannkallaður risi. Þegar hann var lagður við hlið stangarinnar teygði hann sig rétt fram fyrir aðra lykkju. Það þýðir að hann hefur verið einhvers staðar á bilinu 114-116 sentimetrar. Samkvæmt staðlaðri töflu Veiðimálastofnunar, sem gefur til kynna samband lengdar og þyngdar á laxi, þá hefur laxinn verið 32 til 34 pund. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst veiddi Nils Jörgensen næststærsta lax sumarsins. Sá mældist 108 sentimetrar og veiddist í Vatnsdalsá í byrjun mánaðarins. Samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar vó hann um 27 pund. Líklegt er þó að hann hafi verið enn þyngri því hann var gríðarlega sver og vel haldinn.
Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Minkurinn magnaður skaðvaldur Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði