Dunká komin til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2011 13:34 Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Dunká er lítil og nett veiðiá skammt austan við Stykkishólm og rennur til Hvammsfjarðar. Áin er laxgeng um 4.5 kílómetra leið upp að Hestfossi. Frá Sjávarstreng sem er neðsti veiðistaður Dunkár, og upp að fossinum eru á fjórða tug merktra veiðistaða. Veitt er með tveimur stöngum í ánni og fylgir veiðihús. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ám af þessari stærð þar sem menn sjá um sig sjálfir í húsinu og má því reikna með nokkurri aðsókn í leyfin í Dunká á komandi tímabili hjá SVFR. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Dunká er lítil og nett veiðiá skammt austan við Stykkishólm og rennur til Hvammsfjarðar. Áin er laxgeng um 4.5 kílómetra leið upp að Hestfossi. Frá Sjávarstreng sem er neðsti veiðistaður Dunkár, og upp að fossinum eru á fjórða tug merktra veiðistaða. Veitt er með tveimur stöngum í ánni og fylgir veiðihús. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ám af þessari stærð þar sem menn sjá um sig sjálfir í húsinu og má því reikna með nokkurri aðsókn í leyfin í Dunká á komandi tímabili hjá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði