Innlent

Senda flöskuskeyti til að mótmæla kosningafyrirkomulaginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áhöfnin sendi skeyti til að vekja athygli á því að þeir fengu ekki að kjósa.
Áhöfnin sendi skeyti til að vekja athygli á því að þeir fengu ekki að kjósa.
Áhöfnin á Málmey er búin að vera á sjónum í 29 daga, en kemur heim á morgun. Þeir fengu ekki kost á að greiða utankjörfundaratkvæði og ákváðu að mótmæla með því að senda flöskuskeyti frá sér í dag.

Ágúst Ómarsson, skipstjóri á Málmey, segir enga reiði ríkja vegna þessa á meðal áhafnarinnar. Hins vegar sé það ljóst að það hefði verið hægt að haga kosningunum öðruvísi. Menn hafi viljað benda á það. „Það þykjast sumir hérna hafa vit á þessu," segir Ágúst, aðspurður um það hvort Icesave sé mikið rætt á bátnum. Hann segist telja að flestir í áhöfninni séu á móti samningnum.

Ágúst segir að það hafi veiðst ágætlega í ferðinni. Uppistaðan í aflanum sé ufsi. Vel hafi veiðst af flestu nema ýsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×