Handbolti

Tap hjá Rúnari og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason og félagar í þýska B-deildarliðinu Bergischer HC misstu af gullnu tækifæri í kvöld til þess að koma sér afar þægilega fyrir í toppsæti Suðurriðils. Bergischer tapaði þá fyrir Korsenbruich, 32-29.

Rúnar skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem er engu að síður enn í toppsæti deildarinnar. Á eitt stig á næsta lið en hefði líklega liðið talsvert betur með þriggja stiga forskot.

Arnar Jón Agnarsson skoraði fjögur mörk fyrir EHV Aue í 21-25 sigri liðsins gegn Umstadt. Aue siglir lygnan sjó í níunda sæti deildarinnar.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×