Handbolti

Aron hafði betur gegn Kára - Þórir sjóðheitur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel í kvöld er það lagði Kára Kristján Kristjánsson og félaga í Wetzlar, 24-32. Kári skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar. Kiel er í öðru sæti deildarinnar en Wetzlar því áttunda.

Þórir Ólafsson fór á kostum fyrir TuS N-Lübbecke sem gerði jafntefli, 26-26, á útivelli gegn Balingen. Þórir skoraði átta mörk í leiknum, tvö úr vítum, og heldur áfram að auglýsa sig á jákvæðan hátt en hann er í leit að nýju liði. Lubbecke jafnaði leikinn á lokasekúndu leiksins. Lubbecke er í tólfta sæti deildarinnar.

Rhein-Neckar Löwen vann síðan öruggan tíu marka sigur, 41-31, á sterku liði Flensburg. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu báðir 2 mörk fyrir Löwen en Róbert Gunnarsson skoraði eitt.

Einar Hólmgeirsson og félagar töpuðu stórt, 29-37, fyrir Magdeburg. Einar lék ekki með Hamm að þessu sinni en Hamm er í mikilli botnbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×