Handbolti

Hannover fór langt með að bjarga sér frá falli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Nordic Photos / Bongarts
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann óvæntan og afar mikilvægan sigur á Göppingen er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Hannover og í síðari hálfleik tók Hannover öll völd á vellinum og vann sanngjarnan sigur, 29-31, eftir að hafa mest náð sjö marka forskoti í leiknum.

Með sigrinum sleit Hannover sig nokkuð frá botnliðunum og er nú komið langleiðina með að bjarga sér frá falli.

Hannes Jón Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover í leiknum. Sigurbergur Sveinsson skoraði 3, Vignir Svavarsson 2 en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×