Salan á jólaöli Carlsberg slær met 1. nóvember 2011 00:01 Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg. Jólafréttir Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Finnst hangikjötið gott Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Börnin baka jólaskrautið Jól
Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg.
Jólafréttir Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Finnst hangikjötið gott Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Eggaldin í staðinn fyrir síld Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Börnin baka jólaskrautið Jól