Jól

Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar

Hér er komin Grýla og gægist um hól. Hún mun vilja hvíla sig hér um öll jól. Hún mun vilja hvíla sig, því hér eru börn; hún er grá um hálsinn og hlakkar eins og örn. Hún er grá um hálsinn og hleypur ofan í fjós, hún vill ekki horfa í það hátíða ljós. Hún vill ekki heyra þann hátíðasöng; kvartar hún um ketleysi og kveðst vera svöng. Grýlukvæði séra Guðmundar Erlendssonar (1595-1670) í Felli í Sléttuhlíð


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×