Innlent

Skoruðu á Jóhönnu að semja

Nemendur hyggja á dagleg mótmæli þar til skólanum hefur verið tryggt fé. fréttablaðið/vilhelm
Nemendur hyggja á dagleg mótmæli þar til skólanum hefur verið tryggt fé. fréttablaðið/vilhelm
Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands gengu á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu í gær. Þeir afhentu henni áskorun þess efnis að tafarlaust yrði gerður samningur við skólann sem tryggi rekstrarhæfi hans.

Alls hafa 3.300 skrifað undir undirskriftarlista þess efnis, á aðeins þremur sólarhringum. Í tilkynningu frá nemendum kemur fram að Jóhanna hafi sagst hafa rætt við menntamálaráðherra á mánudag og hún væri vongóð um jákvæða niðurstöðu. Nemendur hyggjast þó mótmæla daglega þar til málið er í höfn.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×