Erlent

Gbagbo enn í byrginu sínu

Laurent Gbagbo
Laurent Gbagbo
Enn ríkir óvissuástand á Fílabeinsströndinni þó Alassane Ouattara virðist hafa náð yfirráðum í landinu eftir fjögurra mánaða deilur í kjölfar forsetakosninga. Laurent Gbagbo, fráfarandi forseti, er enn í felum í neðanjarðarbyrgi undir forsetahöllinni.

 

Á meðan hafa tugir líka fundist á víð og dreif um borgina Abidjan og þar var enginn á ferli í gærdag.  Ástandið einkennist af óvissu um framhaldið og er alls óvíst hvort takast muni að afstýra borgarastyrjöld. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×