Erlent

Keikó vill verða forseti í Perú

Stuðningsmaður með kosningaspjald á fjölmennum fundi.
nordicphotos/AFP
Stuðningsmaður með kosningaspjald á fjölmennum fundi. nordicphotos/AFP
Keiko Fujimori, dóttir umdeilds fyrrverandi forseta í Perú, á samkvæmt skoðanakönnunum raunhæfa möguleika á öðru sætinu í forsetakosningum í Perú, sem haldnar verða á morgun. Reiknað er með að kosið verði milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, sem haldnar yrðu í júní.

 

Faðir hennar er Alberto Fujimori, sem var sakaður um spillingu árið 2000 og flúði þá til Japans, en þaðan voru foreldrar hans. Hann var svo handtekinn í Síle árið 2005 og afplánar nú 25 ára fangelsisdóm fyrir mannréttindabrot.

 

Keiko tók í reynd við stöðu forsetafrúar um skeið eftir að faðir hennar, þá forseti, skildi við móður hennar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×