Jól

Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar hans töfruðu fram magnaða jólaskemmtun síðasta laugardag. MYNDIR/Hallgrímur Guðmundsson.
Björgvin Halldórsson og félagar hans töfruðu fram magnaða jólaskemmtun síðasta laugardag. MYNDIR/Hallgrímur Guðmundsson.

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina.

Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg.

Diddú söng sig inn í hjörtu áhorfenda.

Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég.

Ljósmyndarinn Hallgrímur Guðmundsson fangaði skemmtileg augnablik á tónleikunum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×