Handbolti

Lemgo engin hindrun fyrir Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Fuchse Berlin styrktu stöðu sína í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Berlin vann þá öruggan ellefu marka heimasigur á Lemgo, 35-24. Berlin er með þriggja stiga forskot á Göppingen sem er í fimmta sæti.

Alexander Petersson fékk að hvíla í kvöld og var því ekki á meðal markaskorara hjá Berlin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×