Handbolti

Norðmenn vilja halda HM árið 2015 - IHF tekur ákvörðun eftir viku

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Norskir stuðningsmenn eru fjölmennir á HM í Svíþjóð.
Norskir stuðningsmenn eru fjölmennir á HM í Svíþjóð. Mynd/Valli

Norska handknattleikssambandið ætlar að sækja um að fá að vera gjestgjafar þegar heimsmeistaramótið í handbolta karla fer fram árið 2015. Næsta keppni fer fram á Spáni árið 2013 og Norðmenn munu keppa við Suður-Kóreu, Katar, Frakkland og Pólland sem vilja einnig fá lokakeppnina árið 2015.

Í umsókn Norðmanna er gert ráð fyrir því að Telenor knattspyrnuhöllin á gamla Forneby flugvellinum í Bærum rétt utan við Osló verði aðallkeppnishöllin. Þar leikur knattspyrnuliðið Stabæk heimaleiki sína og þar er pláss fyrir um 15.000 áhorfendur. Riðlakeppnin færi fram í Gjøvik, Þrándheimim Stavanger og Osló/Bærum

Það eru 30 ár frá því að HM í handbolta karla fór síðast í Noregi og gera Norðmenn ráð fyrir að kostnaðurinn við mótið nemi um 600 milljónum kr. Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins mun gera upp hug sinn eftir eina viku þegar tilkynnt verður hvaða þjóð fær HM árið 2015.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×