Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska 15. ágúst 2011 15:03 Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Annars veiddist mest í Litlasjó í vikunni, 537 fiskar, og heildarveiðin þar 5253 fiskar. Snjóölduvatn, Hraunvötn og Grænavatn skiluðu einnig góðri veiði svo og smábleikjuvötnin Langavatn og Nýjavatn. Alls fengust 1792 fiskar í vikunni og heildarveiðin í sumar er komin í 18638 fiska. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12.0 pd í 7. viku. Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði
Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Annars veiddist mest í Litlasjó í vikunni, 537 fiskar, og heildarveiðin þar 5253 fiskar. Snjóölduvatn, Hraunvötn og Grænavatn skiluðu einnig góðri veiði svo og smábleikjuvötnin Langavatn og Nýjavatn. Alls fengust 1792 fiskar í vikunni og heildarveiðin í sumar er komin í 18638 fiska. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,0-3,5 pd). Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12.0 pd í 7. viku.
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði