Straumu kynnst við allar aðstæður Af Vöfn og Veiði skrifar 19. desember 2011 10:00 Horft upp í Grænabakka í Straumfjarðará Mynd af www.votnogveidi.is Íslenska stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði kemur nú út enn og aftur og er full af athyglisverðu efni að vanda. Meðal annars eru frásagnir af reynslu okkar af einstökum veiðisvæðum. Við gerum m.a. stans við Straumfjarðará og birtum hér frásögn af þeirri reynslu. Áður en við rennum út Straumfjarðará, þeirri fallegu perlu á Snæfellsnesinu, er rétt að leiðrétta dálitla skekkju sem birtist í bókinni. Þar segir að Strauma sé þriggja stanga á, en í raun og sannleika er hún fjögurra stanga á og leiðréttist það hér með með þá von í brjósti að þessi innsláttarvilla hafi ekki spillt neinu fyrir leigutakum árinnar. En hér er textinn: Straumfjarðará er meðalstór bergvatnsá á sunnanverðu Snæfellsnesi eins og flestir stangaveiðimenn vita mæta vel. Hún kemur að hluta til úr því fallega fjallavatni Baulárvallavatni, þar sem undarlegir atburðir gerðust forðum daga, en síðan tínast til hennar alls konar sprænur og lækir sem klára smíðina og útkoman er Straumfjarðará, einstaklega vinaleg og falleg laxveiðiá með bleikjuvon á neðstu svæðum. Meira á https://www.votnogveidi.is/aftheying/veidistadurinn/nr/4100 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði
Íslenska stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði kemur nú út enn og aftur og er full af athyglisverðu efni að vanda. Meðal annars eru frásagnir af reynslu okkar af einstökum veiðisvæðum. Við gerum m.a. stans við Straumfjarðará og birtum hér frásögn af þeirri reynslu. Áður en við rennum út Straumfjarðará, þeirri fallegu perlu á Snæfellsnesinu, er rétt að leiðrétta dálitla skekkju sem birtist í bókinni. Þar segir að Strauma sé þriggja stanga á, en í raun og sannleika er hún fjögurra stanga á og leiðréttist það hér með með þá von í brjósti að þessi innsláttarvilla hafi ekki spillt neinu fyrir leigutakum árinnar. En hér er textinn: Straumfjarðará er meðalstór bergvatnsá á sunnanverðu Snæfellsnesi eins og flestir stangaveiðimenn vita mæta vel. Hún kemur að hluta til úr því fallega fjallavatni Baulárvallavatni, þar sem undarlegir atburðir gerðust forðum daga, en síðan tínast til hennar alls konar sprænur og lækir sem klára smíðina og útkoman er Straumfjarðará, einstaklega vinaleg og falleg laxveiðiá með bleikjuvon á neðstu svæðum. Meira á https://www.votnogveidi.is/aftheying/veidistadurinn/nr/4100 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Haustveiðin með ágætum í Eystri Rangá Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar er á sunnudaginn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði