Flott opnun í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2011 12:45 Fyrsti laxinn úr Víðidalsá 2011 Mynd: www.lax-a.is Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum. Skilyrði eru nokkuð erfið þar nyrðra, hiti ekki nema um 5 gráður og norðanáttin leikur við menn og málleysingja, það þarf því að hafa talsvert fyrir hverjum lönduðum laxi. Einhver hlýnun er þó í kortunum og verður líklega gaman norðan heiða þegar hitinn fer að skríða í tveggja stafa tölu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði
Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum. Skilyrði eru nokkuð erfið þar nyrðra, hiti ekki nema um 5 gráður og norðanáttin leikur við menn og málleysingja, það þarf því að hafa talsvert fyrir hverjum lönduðum laxi. Einhver hlýnun er þó í kortunum og verður líklega gaman norðan heiða þegar hitinn fer að skríða í tveggja stafa tölu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Strengsmenn áfram með Hofsá Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði